Sumarlestur

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak sem er í boði hvert sumar fyrir börn á grunnskólaaldri og þá sérstaklega 6-12 ára. Krakkarnir velja bækur á bókasafninu til að lesa og setja svo miða í pott.

Í lok sumars höldum við uppskeruhátíð og nokkrir krakkar fá bók í vinning. Allir fá viðurkenningu og lítinn glaðning fyrir að taka þátt.