Útlán

Til að fá lánuð gögn á safninu þarf að eiga bókasafnsskírteini.

Fullorðinsskírteini kostar 2.200 kr. fyrir alla sem eiga lögheimili í Ísafjarðarbæ.

Þeir sem eiga ekki heima í Ísafjarðarbæ mega einnig fá skírteini en greiða 2.200 kr. árgjald.

Barnaskírteini eru ókeypis, en ef skírteini glatast kostar þarf að borga 400 kr. fyrir nýtt.

Skírteinið þarf að hafa meðferðis þegar gögn safnsins eru fengin að láni. Hámark er sex bækur á skírteini. Útlánstími á bókum, hljóðbókum og tímaritum er almennt 30 dagar. Á kvikmyndum og fræðslumyndum er 7 daga lán.  

Efni sem er til á safninu en í útláni er hægt að panta. Fyrir pantanir þarf að borga 200 kr. fyrir hvert eintak. Við höfum samband um leið og pantað efni kemur í hús.