Listaverk mánaðarins

Sindur

Einar Jónsson 1874-1954

Einar Jónsson var fæddur að Galtafelli í Hrunamannahreppi þann 11. maí árið 1874.

Haustið 1891 fór hann til Reykjavíkur til að afla sér menntunar en  snemma kom í ljós að listmenntun átti hug hans allan. Tveimur árum síðar var för hans heitið til Kaupmannahafnar að læra höggmyndalist og nam hann hjá Stephan Sindling næstu þrjú árin. Með styrk frá Alþingi tókst Einari að hefja nám við Konunglega listaháskólann árið 1896 og var þar næstu þrjú árin.

Þó Róm væri ekki lengur sú borg sem myndlistarmenn sóttu til þegar komið var undir aldamótin 1900 ákvað Einar að halda þangað árið 1902 og dvaldi í eitt ár með styrk frá Alþingi. Þegar hér var komið var Einar farinn að sinna listsköpun sinni og sótti myndefnið gjarnan í þjóðsagnarfinn.

 Einar tók hlutverk sitt sem listamaður alvarlega, en sætti oft óvæginni gagnrýni danskra gagnrýnenda.  Hann hélt til Berlínar haustið 1909 og dvaldi þar veturlangt.  Í Berlín skrifaði hann hugleiðingar sínar um listsköpun og  verður tíðrætt um að meðfæddur hæfileiki og hugmyndaflug listamannsins eigi að vera leiðandi afl í listsköpun hans. Skrif Einars um það  hlutverk listarinnar að skapa nýja hugsun sem  myndar tengsl milli manns og alheims eru til vitnis um hugarfarsbreytingu hjá honum. List hans fer frá hinu jarðbundna til hins andlega.

Einar dvaldi í Bandaríkjunum árið 1917-1919 og vann við höggmynd af Þorfinni karlsefni sem ætlaður var staður í Fíladelfíu en árið 1920 flytur hann ásamt eiginkonu sinni heim til Íslands og settust þau að í nýbyggðu húsi á Skólavörðuholtinu sem nú er Listasafn Einars Jónssonar.  Hann sýndi verk sín einungis í því húsi hér á landi en það er fyrsta listasafnsbyggingin sem reist var á Íslandi. 

(Listasafn Einars Jónssonar http://www.lej.is )

 




Eldri listaverk mánaðarins:

  • Apríl 2014
  • Janúar 2015
  • Febrúar 2015
  • Maí 2014
  • Júní 2014
  • Júlí 2014
  • Ágúst 2014
  • September 2014
  • Október 2014
  • Nóvember 2014
  • Desember 2014