Fyrir gesti

Í Safnahúsinu við Eyrartún, Gamla sjúkrahúsinu, er einkar vel hugsað um gesti á öllum aldri. Í dagstofu safnsins á 2. hæð er hægt að setja niður með kaffibolla og glugga í blöð og tímarit. Á lestarsal eru tölvur með internettengingu sem gestir hafa aðgang að gegn vægu gjaldi. Á 2. hæð er einnig sýningarsalur hússins þar sem jafnan eru fjölbreyttar sýningar í gangi. Á fyrstu hæð er barnadeild safnsins útbúin með þarfir yngstu gesta safnsins í huga.

Skrifstofur starfsmanna eru á efstu hæð hússins.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er norðanvert við húsið. Þar er m.a. lyfta fyrir hjólastóla.