Saminn millum undirskrifaðra Páls Guðmundssonar og Brinjólfs Oddsonar á Ísafirði, fyrsti sem seljandi, seinni sem kaupandi.
1) Jeg Páll Guðmundsson, sel hjermeð til Brinjólfs Oddssonar, bókbindara, eign mína Íveruhús hjer á Ísafirði, með tilheirandi fjósi og hlöðu, samt kæli og jarðeplagarði, með öllu til hússins heyrandi svæði, fyrir umsamið verið 1000 rd skrifa eittþúsund Rigsdali. Húsið selst í því ástandi sem það nú er, nema hvað jeg lofa, að tjarga það að utan, og mála glugga alla hvíta utan, enn fullnægji jeg ekki því loforði, að þá megi kaupandi láta gjora það á minn kostnað.
2) Við hússins móttöku, borga jeg Brinjólfur Oddsson, fimm hundruð Rigsdali, þar af í peningum þrjú hundurð Rigsdali, og í innskrift tvö hundruð Rigsdali. Þarámóti lofa jeg Páll Guðmundsson, að líða kaupanda hússins, leigulaust, um hina 500 rd, svoleiðis, að hann borgi þar af eitt hundrað, á hvörju ári, þartil allt verðið, nefnil. 1000 Rigsdalir er goldið. Hvarámóti jeg afsala mjer og mínum ervingjum, nokkura tilkalli til hússins framvegis, og lofa jeg að afhenda húsið til kaupanda þess, á næstu fardögum.
Þennan samning staðfestum við, með egin undirskriftum [og signetum], í tveggja votta viðurvist.
Vottar Ísafirði 17. febrúar 1858
Einar Magnússon Páll Guðmundsson. Seljandi
Jens Kristján Arngrímsson Brynjólfur Oddsson. Kaupandi