SKJALASAFNIÐ er stofnað 8. maí 1952. Safnið starfar samkvæmt lögum nr. 77 28. maí 2014 um opinber skjalasöfn. Skjalasafnið er til húsa í Safnahúsinu við Eyrartún, Gamla sjúkrahúsinu, á Ísafirði.
MARKMIÐ safnsins er að safna, varðveita og skrá opinber skjöl í umdæminu (að skjölum ríkisstofnana frátöldum), einnig skjöl félaga og einkaaðila eftir því sem kostur er. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum, nema á þeim hvíli leynd skv. lögum eða sérstökum ákvæðum.
STJÓRN skjalasafnsins var áður sú sama og bókasafnsins sbr. ákvörðun sýslunefnda og bæjarstjórnar (1952 og 1975). Frá 2009 hefur safnið heyrt undir bæjarráð Ísafjaðarbæjar þar sem ekki hefur tekist að koma á stjórnunarlegri tengingu við Bolungarvík/Súðavík eins og lög kveða á um.
SAFNKOSTUR: Frágengin skjöl og gerðabækur í um 1200 öskjum, auk umtalsverðs magns af ófrágegnum skjölum. Örfilmur (mikrófilmur) af handritum, kirkjubókum, manntölum, dómabókum o.fl., samtals um 1700 spólur.
STARFSEMI: Unnið er að söfnun opinberra skjala í umdæminu, skráningu og pökkun til varðveislu í skjalageymslum safnsins. Rekstur er um 10.000.000 kr., þ.a. framlag Þjóðskjalasafn Íslands 500.000 kr.
UMDÆMI skjalasafnsins er Ísafjarðarbær og fyrrum Ísafjarðarsýslur.