Ágúst 2014

Lomvigabjörg

Astri Luihn

Astri fæddist í Osló árið 1949 en býr og starfar í Færeyjum.  Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði heima og erlendis, m.a. í Slunkaríki á Ísafirði árið 1999. 

Verk hennar fjalla bæði um menningu og náttúru Færeyja en fuglar og fuglabjörgin hafa verið henni hugleikin. Hún sýnir ekki bara náttúruna í verkum sínum heldur lífið í náttúrunni og það má næstum heyra í fuglunum í bjarginu.