Í byrjun janúar 1927 kom breski togarinn Cape Crozier til Ísafjarðar með slasaðan mann. Hafði hann lent undir vír og misst fótinn. Maðurinn var rétt kominn á sjúkrahúsið þegar hann dó. Samkvæmt prestþjónustubók Eyrarsóknar hét hann W. Harper og var 21 árs gamall. Ennfremur er skráð að Harper hafi dáið 7. janúar og verið grafinn 18. janúar.
Á myndinni má sjá líkkistu unga sjómannsins sveipaða breska fánanum á tröppum sjúkrahússins á Ísafirði áður en hún var borin til kirkju. Axel Ketilsson, umboðsmaður breskra togara á Ísafirði, stendur vinstra megin við kistuna með hatt á höfði en hægra megin stendur Tryggvi Jóakimsson, ræðismaður Breta á Ísafirði. Líkmenn eru heimamenn og ljóst að engir skipsfélagar Harpers hafa fylgt honum til grafar enda líklegt að togarinn hafi siglt út um leið og búið var að koma hinum slasaða á sjúkrahús.
Ljósm. M. Simson