Mars 2019

GERA SÉR GLAÐAN DAG MEÐ CARLSBERG MØRK

Norski athafnamaðurinn Emil Strand (t.v.) og tveir félagar hans gera sér glaðan dag með því að fá sér bjór og vindil árið 1905. Tíu árum síðar gekk í gildi algjört áfengisbann á Íslandi og mátti þá hvorki framleiða né selja áfenga drykki. Sala léttra vína var þó leyfð aftur árið 1922 (Spánarvín) en áfengisbannið var síðan afnumið alveg 1935. Bjór sem hafði verið leyfður fyrir 1915 var þó ekki leyfður aftur á Íslandi fyrr en 1. mars 1989. (Heimild: Wikipedia)

Við nánari athugun sést að bjórinn sem þeir félagarnir eru að drekka er Carlsberg Mørk og þar er áberandi á miðanum hakakrossinn sem var vörumerki Carlsbergs þar til Hitler kom til sögunnar. 

Ljósm. Björn Pálsson Ísafirði