Nóvember 2018

KARMØY Á RÆKJUVEIÐUM Í DJÚPINU

Rækjuveiðibáturinn Karmøy ÍS 526 var smíðaður í Noregi árið 1934. Eigendur voru Norðmennirnir Símon Ólsen og Ole Gabriel Syre sem voru upphafsmenn rækjuveiða við Ísland en fyrstu tilraunina til rækjuveiða gerðu þeir árið 1924. Þeir voru búsettir á Ísafirði og fluttu til landsins þekkingu á rækjuveiðum frá heimaslóðum sínum á Karmöy við vesturströnd Noregs. Símon stundaði rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi á Karmøy alla tíð eða þar til hann fórst í róðri 25. september 1961 ásamt Kristjáni, syni sínum.

Ljósmynd: Jón Hermannsson