Ísfirska leikkonan Sigrún Magnúsdóttir í hlutverki Rannveigar lögmannsdóttur og Svava Einarsdóttir í hlutverki álfkonunnar í óperettunni „Í álögum“, fyrstu íslensku óperettunni. Sigurður Þórðarson samdi tónlistina við texta Dagfinns Sveinbjörnssonar en Tónlistarfélagið í Reykjavík stóð að uppfærslu verksins sem var frumsýnt í Iðnó í Reykjavík 25. apríl 1944. Leikstjóri var Haraldur Björnsson og hljómsveitarstjóri dr. von Urbantschitch. Sigrún Magnúsdóttir var í einu aðalhlutverkinu og þótti fara ágætlega með það eins og hún átti vanda til „með Ijettri glaðværð, en þó einbeitni og festu ef því var að skifta. — Hreyfingar hennar voru frjálsmannlegar, framburðurinn skýr og leikurinn allur hárviss og eðlilegur, enda virðist leikkonunni „óperettan" í blóð borin." (Morgunblaðið 28. apríl 1944, 5)