September 2015

HÓLMAVÍK Í KRINGUM 1950

Mynd úr safni Sigurgeirs B. Halldórssonar (1908-1972), sjómanns og áhugaljósmyndara, sem tók mikið af myndum á árunum 1940 til 1960. Hann hóf ungur að læra ljósmyndun hjá Simson ljósmyndara á Ísafirði en hætti náminu og fór á sjóinn þar sem hann var matsveinn allan sinn starfsaldur. Árið 2008 afhentu afkomendur Sigurgeirs myndasafn hans á Ljósmyndasafnið Ísafirði. Eru þetta um eitt þúsund myndir, mikið af skipum og sjómönnum en einnig er talsvert af myndum frá Ísafirði. Þá er nokkuð um myndir frá öðrum stöðum, bæði innanlands og utan, teknar þegar skip hans hverju sinni kom í land.