
Opnunartími um páskana
Hér má sjá opnunartíma Bókasafnsins yfir páskahátíðina. Gleðilega páska!
Lesa meiraSafnahúsið á Eyrartúni, gamla sjúkrahúsið, þykir með fallegri byggingum landsins. Það var byggt á árunum 1924–1925 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, þáverandi húsameistara ríkisins, og vígt við hátíðlega athöfn 17. júní 1925. Þjónaði það sem sjúkrahús til ársins 1989 þegar nýtt sjúkrahús var tekið í notkun. Frá árinu 2003 hefur það gegnt hlutverki menningarhúss og hafa fjögur söfn þar aðsetur: Bókasafnið, Skjalasafnið, Ljósmyndasafnið og Listasafn Ísafjarðar.
Hér má sjá opnunartíma Bókasafnsins yfir páskahátíðina. Gleðilega páska!
Lesa meiraViðburður í tilefni af lokum sýningar um Kristínu Þorvaldsdóttur (1870–1944), Ísfirska huldukonan, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00 í Safnahúsinu á Ísafirði.
Lesa meira8. apríl 2025 - Nokkur hress tröll hafa boðað komu sína á Bókasafnið til þess að lesa tröllasögur fyrir börn. Loksins þora þau að heimsækja okkur því nú eru bara hlerar fyrir gluggunum og þá er lítil hætta á að sólin skíni inn og þau breytist í stein...Það verður svo sannarlega líf og fjör á Bókasafninu.
Lesa meira4. apríl 2025 - Langar þig að æfa þig í íslensku, spænsku, frönsku eða einhverju öðru máli? Ertu til í að bjóða þitt mál á móti fyrir æfinguna? Ertu til í tungumálaskipti? Ef þú vilt frekari upplýsingar komdu þá á Bókasafnið Ísafirði föstudaginn 4.4. klukkan 16:45 og kynntu þér málið betur. Á föstudaginn er aðalfókusinn á spænsku og frönsku en við viljum skoða öll málin.
Lesa meira