
Skjalasafn og Ljósmyndasafn lokað
Afgreiðsla Skjalasafnsins og Ljósmyndasafnsins verður lokuð dagana 15. –18. september 2025 vegna þátttöku starfsmanna í Norrænum skjaladögum í Osló.
Lesa meiraSafnahúsið á Eyrartúni, gamla sjúkrahúsið, þykir með fallegri byggingum landsins. Það var byggt á árunum 1924–1925 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, þáverandi húsameistara ríkisins, og vígt við hátíðlega athöfn 17. júní 1925. Þjónaði það sem sjúkrahús til ársins 1989 þegar nýtt sjúkrahús var tekið í notkun. Frá árinu 2003 hefur það gegnt hlutverki menningarhúss og hafa fjögur söfn þar aðsetur: Bókasafnið, Skjalasafnið, Ljósmyndasafnið og Listasafn Ísafjarðar.
Afgreiðsla Skjalasafnsins og Ljósmyndasafnsins verður lokuð dagana 15. –18. september 2025 vegna þátttöku starfsmanna í Norrænum skjaladögum í Osló.
Lesa meiraÍ tilefni 100 ára afmæli Safnahússins var opnuð sýning á 17. júní með verkum barna og ungmenna sem tóku þátt í myndalottói safnsins. Fjöldi barna lagði sig fram við að skapa myndir út frá húsinu og var dregið úr innsendum verkum á þjóðhátíðardaginn.
Lesa meiraÞjóðhátíðardaginn 17. júní 2025 verða 100 ár liðin frá því að Safnahúsið á Ísafirði var vígt við hátíðlega athöfn. Var það byggt sem sjúkrahús og þjónaði sem slíkt til ársins 1989. Þann 17. júní 2003 var húsið vígt sem menningarhús eftir miklar endurbætur.
Lesa meiraSafnahúsið Ísafirði Listasafn Ísafjarðar býður gesti hjartanlega velkomna á opnun einkasýningar Elínar Hansdóttur: Book Space. Opnunin fer fram 17. júní kl. 14:30 í sýningarsal safnsins á annarri hæð í Safnahúsinu á Ísafirði.Í tilefni þess að Safnahúsið fagnar 100 ára afmæli verður einnig opið hús í húsinu frá kl. 14:30–17:00 með ýmsum viðburðum. Gestum verður boðið upp á afmælisköku og kaffi, auk þess sem hægt verður að skoða alla króka og kima hússins eftir umfangsmiklar endurbætur.
Lesa meira