Árið 1910 urðu þáttaskil í lyfjasölu á Ísafirði þegar lyfsalan var falin sérfræðingi í lyfjafræði og Carl Gustav Adolph Rasmussen lyfsala var veitt lyfsöluleyfi. Hann var fæddur í Grenå í Danmörku 9. desember 1882 og lauk prófi í lyfjafræði árið 1906 í Kaupmannahöfn. Starfaði hann síðan í apótekum víða í Danmörku en í nóvember 1907 varð hann lyfjasveinn við Reykjavíkurapótek þar sem hann starfaði til 1. janúar 1911. Rasmussen var veitt lyfsöluleyfi á Ísafirði 15. september 1910 en opnaði ekki apótek þar fyrr en 23. febrúar 1911. Tók hann á leigu húsnæði að Pólgötu 1 en húsið byggði Einar Bjarnason kaupmaður árið 1901. Rasmussen keypti húsið 1. febrúar 1917 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920.
Lesa meira Ljósmyndasafninu barst á dögunum góð gjöf frá Sigurði B. Jóhannessyni í Reykjavík, áður Hvammi í Hnífsdal. Um er að ræða 150 stereóskópmyndir ásamt kíki til að skoða þær. Koma myndirnar upphaflega frá hjónunum Þórði Jónssyni (1858-1914) og Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu (1866-1937) á Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Seinni maður Höllu, Gunnar Steinn Gunnarsson (1876-1959), afhenti myndirnar Steinunni Sigurðardóttur í Hvammi Hnífsdal, móður Sigurðar B. Jóhannessonar. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, bróðir Gunnars Steins.
Lesa meira Vefsýningin Æskan á millistríðsárunum hefur verið opnuð á www.sarpur.is. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á því sem Sarpur hefur upp á að bjóða, þ.e. fjölbreyttan safnkost fjölmargra ólíkra og skemmtilegra safna.
Lesa meira Við vekjum athygli á því að í Veröld, húsi Vigdísar og á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni stendur nú yfir sýning um komu Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925.
Lesa meira