Nýjustu fréttir

Lýsitexta vantar með mynd.

Ljósmyndir danska lyfsalans Gustav Rasmussen á vefnum

Árið 1910 urðu þáttaskil í lyfjasölu á Ísafirði þegar lyfsalan var falin sérfræðingi í lyfjafræði og Carl Gustav Adolph Rasmussen lyfsala var veitt lyfsöluleyfi. Hann var fæddur í Grenå í Danmörku 9. desember 1882 og lauk prófi í lyfjafræði árið 1906 í Kaupmannahöfn. Starfaði hann síðan í apótekum víða í Danmörku en í nóvember 1907 varð hann lyfjasveinn við Reykjavíkurapótek þar sem hann starfaði til 1. janúar 1911. Rasmussen var veitt lyfsöluleyfi á Ísafirði 15. september 1910 en opnaði ekki apótek þar fyrr en 23. febrúar 1911. Tók hann á leigu húsnæði að Pólgötu 1 en húsið byggði Einar Bjarnason kaupmaður árið 1901. Rasmussen keypti húsið 1. febrúar 1917 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Afhenti ljósmyndasafninu 150 stereóskópmyndir

Ljósmyndasafninu barst á dögunum góð gjöf frá Sigurði B. Jóhannessyni í Reykjavík, áður Hvammi í Hnífsdal. Um er að ræða 150 stereóskópmyndir ásamt kíki til að skoða þær. Koma myndirnar upphaflega frá hjónunum Þórði Jónssyni (1858-1914) og Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu (1866-1937) á Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Seinni maður Höllu, Gunnar Steinn Gunnarsson (1876-1959), afhenti myndirnar Steinunni Sigurðardóttur í Hvammi Hnífsdal, móður Sigurðar B. Jóhannessonar. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, bróðir Gunnars Steins.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Afhenti ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur

Í lok ársins 2014 fékk Ljósmyndasafnið Ísafirði afhent til varðveislu ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur. Myndirnar eru frá þeim tíma sem Þórunn var búsett á Ísafirði en hún starfaði sem upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar 1996, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísafjarðarkaupstaðar 1996–98 og var verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða 1998. Það var Halldór Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti myndirnar að ósk fjölskyldu Þórunnar en hún lést 5. september 2010.

Lesa meira