Árið 1910 urðu þáttaskil í lyfjasölu á Ísafirði þegar lyfsalan var falin sérfræðingi í lyfjafræði og Carl Gustav Adolph Rasmussen lyfsala var veitt lyfsöluleyfi. Hann var fæddur í Grenå í Danmörku 9. desember 1882 og lauk prófi í lyfjafræði árið 1906 í Kaupmannahöfn. Starfaði hann síðan í apótekum víða í Danmörku en í nóvember 1907 varð hann lyfjasveinn við Reykjavíkurapótek þar sem hann starfaði til 1. janúar 1911. Rasmussen var veitt lyfsöluleyfi á Ísafirði 15. september 1910 en opnaði ekki apótek þar fyrr en 23. febrúar 1911. Tók hann á leigu húsnæði að Pólgötu 1 en húsið byggði Einar Bjarnason kaupmaður árið 1901. Rasmussen keypti húsið 1. febrúar 1917 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920.
Lesa meira Ljósmyndasafninu barst á dögunum góð gjöf frá Sigurði B. Jóhannessyni í Reykjavík, áður Hvammi í Hnífsdal. Um er að ræða 150 stereóskópmyndir ásamt kíki til að skoða þær. Koma myndirnar upphaflega frá hjónunum Þórði Jónssyni (1858-1914) og Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu (1866-1937) á Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Seinni maður Höllu, Gunnar Steinn Gunnarsson (1876-1959), afhenti myndirnar Steinunni Sigurðardóttur í Hvammi Hnífsdal, móður Sigurðar B. Jóhannessonar. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, bróðir Gunnars Steins.
Lesa meira Vefsýningin Æskan á millistríðsárunum hefur verið opnuð á www.sarpur.is. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á því sem Sarpur hefur upp á að bjóða, þ.e. fjölbreyttan safnkost fjölmargra ólíkra og skemmtilegra safna.
Lesa meira Við vekjum athygli á því að í Veröld, húsi Vigdísar og á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni stendur nú yfir sýning um komu Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925.
Lesa meira Á facebook-síðu Þjóðminjasafns Íslands má finna þetta áhugaverða og skemmtilega myndband þar sem Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, segir frá myndaalbúmum fyrr og síðar.
Lesa meira Síðustu vikurnar hafa nýjar myndir verið að bætast við myndavefinn. Enn vantar okkur nöfn á myndir og hvetjum við fólk til að kíkja á vefinn og senda okkur línu ef það þekkir fólk á myndum.
Lesa meira Ljósmyndasafnið leitar nú að gömlum myndum af húsum í efri bænum á Ísafirði. Færst hefur í aukana að safnið fái fyrirspurnir þar sem óskað er eftir myndum og upplýsingum af húsum á þessu svæði en því miður er lítið til af myndum frá þeim tíma þegar þessi bæjarhluti var að byggjast upp.
Lesa meira Í lok ársins 2014 fékk Ljósmyndasafnið Ísafirði afhent til varðveislu ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur. Myndirnar eru frá þeim tíma sem Þórunn var búsett á Ísafirði en hún starfaði sem upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar 1996, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísafjarðarkaupstaðar 1996–98 og var verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða 1998. Það var Halldór Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti myndirnar að ósk fjölskyldu Þórunnar en hún lést 5. september 2010.
Lesa meira Á dögunum kom Magni Blöndal Pétursson og afhenti Ljósmyndasafni Ísafjarðar gamlar ljósmyndir og filmur úr búi Páls Guðmundssonar sem áður bjó á Túngötu 11, Ísafirði.
Lesa meira Nú má sjá örlítið brot af ljósmyndum Jóns Hermannssonar á göngum Safnahússins.
Lesa meira Þann 18. júní kom Guðbjörg Lind Jónsdóttir og afhenti Ljósmyndasafninu myndir frá föður sínum Jóni Hermannssyni. Þetta var viðbót við áður afhentar myndir en ljósmyndasafn Jóns er afar fjölbreytt enda fékkst hann bæði við hefðbundna sem og listræna ljósmyndum.
Lesa meira Fyrir skömmu afhenti Kristín Þórisdóttir tvö myndaalbúm úr dánarbúi afa hennar, Hinriks Guðmundssonar skiptjóra á Ísafirði, er lést árið 1993. Albúm þessi koma frá systur Hinriks, Sigríði J. Guðmundsdóttur ljósmyndara.
Lesa meira