Ungur drengur. Ljósmynd tekin á myndastofu Björns Pálssonar.

Nýjar myndir á myndavefnum

Síðustu vikurnar hafa nýjar myndir verið að bætast við myndavefinn. Enn vantar okkur nöfn á myndir og hvetjum við fólk til að kíkja á vefinn og senda okkur línu ef það þekkir fólk á myndum.

Síðustu vikur hefur verið unnið í að setja myndir á myndavefinn okkar. Búið er að bæta við myndum frá Sigurgeiri B. Halldórssyni, Birni Pálssyni og Leó Jóhannssyni svo einhverjir séu nefndir. Við minnum á að enn vantar okkur nöfn á ýmsar myndir og hægt er að senda okkur upplýsingar beint á síðunni. Myndavefurinn er aðgengilegur á heimasíðunni undir Ljósmyndasafnið Ísafirði http://myndasafn.isafjordur.is/ 

Velja mynd