Persónuverndarmál

Vefsíðan og vafrakökur

Það hefur e.t.v. vakið athygli þína að enginn gluggi birtist þegar vefsíðan er heimsótt til að spyrja um notkun á vafrakökum, líkt og algengast er. Ástæða þess er einföld: Við styðjumst ekki við vafrakökur. Önnur geymsla gagna í vafra er einungis gerð í tæknilega nauðsynlegum tilgangi. Engar upplýsingar eru sendar til síðunnar umfram þær sem eru óhjákvæmilegar til að hægt sé að nota vefinn.

Heimsóknir á vefsíðuna eru skráðar með nafnlausum og ópersónugreinanlegum hætti með þjónustu Plausible Analytics.

Söfnin

Söfnin í húsinu starfa sem hluti af Ísafjarðarbæ, og heyra því undir stefnu bæjarins um málaflokkinn. Það er þó vert að benda sérstaklega á að safnkostur skjalasafnsins er auk persónuverndarlaga háður ýmsum ákvæðum upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um opinber skjalasöfn.