
Vantar myndir úr efri bænum á Ísafirði
Ljósmyndasafnið leitar nú að gömlum myndum af húsum í efri bænum á Ísafirði. Færst hefur í aukana að safnið fái fyrirspurnir þar sem óskað er eftir myndum og upplýsingum af húsum á þessu svæði en því miður er lítið til af myndum frá þeim tíma þegar þessi bæjarhluti var að byggjast upp.
Þeir sem geta lagt Ljósmyndasafninu lið hvað þetta varðar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 450 8226 eða með tölvupósti á myndasafn@isafjordur.is.