Ljósmyndir Jóns Hermannssonar afhentar safninu
Þann 18. júní kom Guðbjörg Lind Jónsdóttir og afhenti Ljósmyndasafninu myndir frá föður sínum Jóni Hermannssyni. Þetta var viðbót við áður afhentar myndir en ljósmyndasafn Jóns er afar fjölbreytt enda fékkst hann bæði við hefðbundna sem og listræna ljósmyndum.
Það er von okkar á safninu að það takist að setja upp sýningu á myndum Jóns á næsta ári en nú er unnið að frágangi safnsins.
Jón Hermannsson var ekki bara ljósmyndari heldur einnig mikill hagleiksmaður. Hann smíðaði m.a. skipslíkön ásamt stórri eftirmynd af Ísafjarðarkaupstað eins og hann leit út árið 1866, það líkan má nú sjá á 2. hæð stjórnsýsluhússins. Jón fékkst alla tíð við að mála myndir og hélt sýningar á málverkum sínum sem og ljósmyndum á Ísafirði.