Lýsitexta vantar með mynd.

Afhenti ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur

Í lok ársins 2014 fékk Ljósmyndasafnið Ísafirði afhent til varðveislu ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur. Myndirnar eru frá þeim tíma sem Þórunn var búsett á Ísafirði en hún starfaði sem upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar 1996, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísafjarðarkaupstaðar 1996–98 og var verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða 1998. Það var Halldór Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti myndirnar að ósk fjölskyldu Þórunnar en hún lést 5. september 2010.

Lesa meira