Myndir frá Sigríði J. Guðmundsdóttur ljósmyndara

Fyrir skömmu afhenti Kristín Þórisdóttir tvö myndaalbúm úr dánarbúi afa hennar, Hinriks Guðmundssonar skiptjóra á Ísafirði, er lést árið 1993. Albúm þessi koma frá systur Hinriks, Sigríði J. Guðmundsdóttur ljósmyndara.

Sigríður var fædd á Ísafirði 30. janúar 1893, dóttir hjónanna Þórunnar Eríksdóttur og Guðmundar Jenssonar. Sigríður starfaði um árabil á ljósmyndastofu Simson og tók mikið af ljósmyndum. Hún flutti til Reykjavíkur vorið 1941 þar sem hún bjó til dauðadags, 15. janúar 1982. 

Mikill fengur er af ljósmyndum Sigríðar og er þegar hafin vinna við að skanna þær með það í huga að birta þær á ljósmyndavef safnsins.

Upplýsingar um þessa skemmtilegu mynd væru vel þegnar.

Velja mynd