Þórunn Jónsdóttir

Upprunanúmer[skráningarnúmer vantar]
LýsingKona á peysufötum, situr við borð.
Athugasemdir

Þórunn Jónsdóttir, eiginkona Þorvaldar Jónssonar læknis á Ísafirði. Hún var fædd á Gilsbakka í Hvítársíðu 23. desember 1842. Foreldrar hennar voru Jón Hjartarson og Kristín Þorvaldsdóttir. Þórunn dvaldi í föðurgarði þar til 1864, að hún giftist frænda sínum Þovaldi Jónssyni lækni á Ísafirði og eignuðust þau sjö börn: Hólmfríði, Jón, Kristínu, Helgu, Gyðríði, Sigríði og Ólaf. Þórunn lést 9. febrúar 1912. Mynd úr db. Sölva Thorsteinsson lóðs Ísafirði

Tímabil
LjósmyndariH.Diedrich
GefandiMaría og Þorsteinn Thorsteinsson
Senda safninu upplýsingar um myndina