Lárus H. Bjarnason

Upprunanúmer[skráningarnúmer vantar]
LýsingEinn karlmaður.
Athugasemdir

Lárus H. Bjarnason, f. 27. mars 1866, d. 30. des. 1934. For.: Hákon Bjarnason (f. 11. sept. 1828, d. 2. apríl 1877) kaupmaður á Bíldudal og k. h. Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir (f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896) húsmóðir. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1891—1892. Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1892. Sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1894—1908, sat í Stykkishólmi. Forseti amtsráðs vesturamtsins frá 1904 til ársloka 1907, er amtsráðin voru lögð niður. Skip. 1908 forstöðumaður Lagaskólans í Reykjavík. Prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911— 1919, rektor 1913—1914. Skip. 1. des. 1919 dómari í Hæstarétti, lausn 1931. Prófdómari í lagadeild Háskóla Íslands 1924—1934. Alþm. Snæf. 1900—1908, kgk. alþm. 1908—1911, alþm. Reykv. 1911—1913.

Tímabil1890-1900
LjósmyndariSigfús Eymundsson
Senda safninu upplýsingar um myndina