Forseti Íslands í opinberri heimsókn á Ísafirði sumarið 1953

Upprunanúmersh168
LýsingÁsgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, og Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, komu í opinbera heimsókn til Ísafjarðar 16. júlí 1953. Fánar blöktu á hverri stöng og miðbærinn var fánum skrýddur. Opinber móttaka fór fram við Alþýðuhúsið kl. 16 um daginn og stóðu um 40 telpur meðfram tröppum og gangstétt Alþýðuhússins þegar forsetahjónin og fylgdarlið þeirra gengu að húsinu, en tvær telpur færðu forsetafrúnni blómvendi. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, bauð forsetahjónin velkomin til Ísafjarðar en síðan flutti forseti bæjarstjórnar, Birgir Finnsson, ræðu. Sunnukórinn söng nokkur lög undir stjórn Jónasar Tómassonar og að því loknu flutti forseti Íslands ræðu. Þá hófst samkvæmi í Alþýðuhúsinu sem bæjarstjórn Ísafjarðar hélt forsetahjónunum og var þangað boðið yfir 300 gestum. Meðal þeirra sem þar fluttu ræður var frú Arndís Árnadóttir sem færði forsetafrúnni að gjöf frá ísfirskum konum fagurt herðasjal sem hagleikskonan frú Þórdís Egilsdóttir hafði unnið úr íslenskri ull og litað með íslenskum jurtalitum. Forsetahjónin fóru daginn eftir til Bíldudals með varðskipinu Maríu Júlíu. Heimild: Vesturland 18. júlí 1953 og Helga Aspelund (f. 1942)
Tímabil1953-1953
LjósmyndariSigurgeir B. Halldórsson
GefandiAfkomendur SBH
Senda safninu upplýsingar um myndina