Fagrihvammur í Skutulsfirði

UpprunanúmerLJ17878002
LýsingMynd af íbúðarhúsinu í Fagrahvammi í Skutulsfirði og garði fyrir framan húsið.
Athugasemdir

Sigurður Pétursson (8/5 2018): Myndin er spegluð - sem sést ef bakgrunnurinn er skoðaður, því þar sést út á Grænagarð, sem ætti að vera vinstramegin þegar horft er út fjörðinn. Myndin er af bakhlið íbúðarhússins í Fagrahvammi þar sem afi minn Hjörtur Sturlaugsson og seinni kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (frá Ingjaldssandi) bjuggu. Guðrún stjúpamma mín var mikil ræktunarkona og ræktaði hverskonar jarðávexti í garðinum bakvið húsið, bæði grænmeti og kryddjurtir og var svo með gúrkur, tómata og parikur í gróðurhúsi eða inni í stofu. Þessi mynd er tekin eftir 1980 því ég sé að það er búið að koma upp voða fínni girðingu kringum garðinn. Og svo var búið að mála húsið í þessum bleika lit (veit ekki hver valdi hann). Matjurtagarðurinn bak við húsið naut skjóls af bílskúrnum/vélageymslunni sem stóð norðanvið hann. Undir suðurhlið íbúðarhússins var annar garður með steinsteyptri girðingu í kring, sem var trjá- og blómagarður, sem Guðrún amma sinnti einnig af mikilli natni. Hún hafði búið í Hveragerði með fyrri manni sínum Einari, áður en hún flutti vestur í Skutulsfjörð. Í Hveragerði kynntist hún ræktun grænmetis í gróðurhúsum.“

Tímabil
LjósmyndariLeó Jóhannsson
GefandiLeó Jóhannsson
Senda safninu upplýsingar um myndina