Júlíus Geirmundsson ÍS 270

Upprunanúmer | LJ17981002 |
---|---|
Lýsing | Mynd tekin um borð á togara við Ísafjarðarhöfn. |
Athugasemdir | Hafliði Óskarsson, Húsavík (1/5 2018): „Dagana 1-2 júlí árið 1979 var undirritaður skipverji á m.s. Jökulfelli sem þá var statt í Bodö, í Norður Noregi, en þar var þá einnig staddur skuttogarinn Dalborg EA 317, frá Dalvík, þeirra erinda að sækja þangað 90 lítra togarakassa fyrir skuttogarann Júlíus Geirmundsson ÍS 270 sem þá var nýr. Togarakössum var komið fyrir í hverri smugu um borð í Dalvíkurtogaranum, fullt trolldekk og einnig framan við brúna. Síðar meir var farið að nota fiskikör um borð í „Júllanum“ en við sölu togarans austur á firði í ársbyrjun 1990, og frystitogari kom í hans stað, fylgdu fiskikörin ekki með í kaupunum. Körin sem öll voru merkt Ísafjarðartogaranum, voru seld suður til Sandgerðis þar sem þau fóru um borð í skuttogarann Ólaf Jónsson GK 404 sem þá var nýkominn úr gagngerum breytingum í Póllandi og undirritaður var skipverji þar um borð.“ |
Tímabil | 1979-1979 |
Ljósmyndari | Leó Jóhannsson |
Gefandi | Leó Jóhannsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |