Björgunarþyrla frá bandaríska flughernum á Ísafirði 1952

Upprunanúmersh433
LýsingBandarísk björgunarþyrla á fótboltavellinum við hús Grund á Ísafirði.
Athugasemdir

Friðþór Eydal (3/9 2021): „Myndin sýnir björgunarþyrlu bandaríska flughersins af gerðinni Vought-Sikorsky H-5H sem lenti, ekki beint við sjúkrahúsið, heldur á eða við gamla fótboltavöllinn, nær húsinu Grund þar skammt frá og ofan við Efra-Íshúsið við Þumlungsgötu sem mér sýnist vera hvíta húshornið á myndinni. Þyrlan kom af Landgönguskipi Bandaríkjaflota, LST-988, sem sent var til Íslands sumarið 1952 til leitar að heppilegum stöðum fyrir ratsjárstöðvar varnarliðsins á norðanverðu landinu og var þyrlan notuð til þess. Lenti hún m.a. í Aðalvík og á Straumnesfjalli þar sem önnur ratsjárstöðin reis síðar. Þyrlan lenti á Ísafirði að morgni 18. júlí 1952 og er myndin væntanlega tekin vi það tækifæri. Þyrlur af þessari gerð voru fyrstu eiginlegar björgunarþyrlur bandaríska flughersins og mikið notaðar í styrjöldinni í Kóreu. Ein slík var flutt með flutningaflugvél til landsins haustið 1950 þegar Bandaríkjaher freistaði þess að bjarga C-47 (Dakota) björgunarflugvél sem lenti við flak flugvélarinnar Geysis á Bárðarbungu á Vatnajökli en tókst ekki að hefja sig til flugs á ný. Varnarliðið fékk fyrstu björgunarþyrlur sínar árið 1953 en þær voru af nýrri og öflugri gerð, H-19-A.“

Tímabil
LjósmyndariSigurgeir B. Halldórsson
GefandiAfkomendur SBH
Senda safninu upplýsingar um myndina