Heimilisfólk og gestir á Skjaldfönn

UpprunanúmerVIF14-006
LýsingÞrettán manns og þrír hundar fyrir framan íbúðarhúsið á Skjaldfönn í kringum 1936.
Athugasemdir

Jón Heimir Hreinsson (6/1 2017): „Þessi mynd er tekin á Skjaldfönn í Skjaldfannardal. Líklega 1934 – 35. Talið frá vinstri að ofan: Jóna, (húsfreyja á Skjaldfönn), Rósa Jóhannsdóttir (lengi húsfreyja á Ármúla), Jóhann Ásgeirsson (bóndi á Skjaldfönn), Ásthildur Jóhannsdóttir (Adda, lengi húsfreyja í Arnardal), Kristján Jóhannsson, Bára Hjaltadóttir, Selhúsum (bjó lengst í Vinaminni á Ísafirði), Jón Eyþórsson jarðfræðingur?, Karitas? Jóhannsdóttir (Kæja). Drengir í miðið: Pétur Hjaltason, Selhúsum (bjó lengi í Sandgerði), Gísli? Þeir sem sitja fremst: Gunnar Andrew, Halldór Jóhannsson, óþekktur.“ Ásta Dís Guðjónsdóttir frá Heimabæ í Arnardal (3/2 2018): „Jóna Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir og húsfreyja á Skjaldfönn. Jóhann Jens Matthías Ásgeirsson Skjalddal bóndi á Skjaldfönn. Ásgerður Rósa Jóhannsdóttir, lengst af húsfreyja á Ármúla en vann síðustu æviárin í Vefstofu Guðrúnar á Ísafirði. Ásthildur Sigurrós, Jóhannsdóttir húsfreyja í Heimabæ, Neðri Arnardal. Karen Jóhannsdóttir, víxlaritari í Búnaðarbankanum í Reykjavík. Kristján Jóhannsson, verkalýðsforingi í Reykjavík – vann lengst af hjá Sambandinu. Halldór Valgeir Jóhannsson, húsasmíðameistari og eftirlitsmaður í Reykjavík. Karen Olafia var dóttir Jónu og Jóhanns á Skjaldfönn skírð þó hún væri kölluð Kæja alla sína ævi – hún hét Olafia eftir danskri konu, borið fram með stuttu o hljóði en löngu a hljóði. Það olli henni hins vegar bara ama þar sem enginn bar það rétt fram og ekki vildi hún kallast Ólafía upp á íslensku og því fór hún á efri árum í þjóðskrá og lét fjarlægja þetta erfiða millinafn.“

Tímabil1936-1936
LjósmyndariVigfús Ingvarsson
GefandiGunnlaugur Jónasson
Senda safninu upplýsingar um myndina