Óveður, Stormur

Upprunanúmerthyra_juul_125
LýsingHafnarstræti skemmt af sjó. Aðfaranótt 19. nóvember 1936 gerði suðvestan stórviðri um allt land er olli víða tjóni .Á Ísafirði fylgdi veðrinu mikið flóð og sjógangur. Eyðilagðist bryggjustúfur við Grænagarð og Torfnesbryggjan skemmdist mjög mikið. Fiskreitir á Torfnesplani og á Stakkanesi urðu fyrir skemmdum. Hafnarstræti var að kalla gereyðilagt á stórum kafla og flæddi sjór inni í marga kjallara Pollmegin á tanganum og olli tjóni á matvælum og ljósaleiðslum. Hænsnahús, er stóð í flæðarmáli, fauk og drukknuðu eða kól allmörg hænsni er þar voru. Nokkrar skemmdir urðu á bátum í bátahöfninni sem þá var nýgerð.
Tímabil1920-1945
LjósmyndariThyra Juul
GefandiIngibjörg Leifsdóttir Kaldal
Senda safninu upplýsingar um myndina