Grænlendingur, Kajak

Upprunanúmerthyra_juul_211
LýsingHópur grænlenskra kayakræðara. Póstkort. Heimskautsfarið Gustav Holm lagðist að Ísafjarðarbryggju í ágúst 1925 með stóran hóp Grænlendinga sem átti að flytja norður til Scorebysunds, en Danir ákváðu að flytja hóp Grænlendinga þangað til að tryggja dönsk yfirráð á svæðinu. Hópurinn kom frá Ammassalik til Ísafjarðar og varði heimsóknin í þrjá og hálfan sólarhring þar sem sóttar voru vetrarvistir áður en haldið var norður á bóginn. Þórarinn Guðnason (maí 2016): „1925 komu um 60 Grænlendingar við á Ísafirði á leið sinni í nýja byggð. Þeir höfðu kayaka með sér og sýndu Ísfirðingum ýmsar kúnstir og þótti þeim (þ.e. Ísfirðingunum) mikið til koma þegar Grænlendingarnir ”veltu sér af mikilli fimi”. Úr fréttabréfi Kajakklúbbsins 2006
Tímabil1920-1945
LjósmyndariThyra Juul
GefandiIngibjörg Leifsdóttir Kaldal
Senda safninu upplýsingar um myndina