Togarinn Svalbakur EA 2 landar á Ísafirði

UpprunanúmerJPH0426
LýsingLöndun úr togaranum Svalbaki EA 2 frá Akureyri. Á myndinni sést í einn mann að losa fisk ofan á pallbíl, og tvo menn á hjóli. Allir óþekktir.
Athugasemdir

Hafliði Óskarsson, Húsavík (24/3 2018): „Togarinn á myndinni er Svalbakur EA 2 frá Akureyri. Veitið athygli hæð á afturmastri, en á tveimur nýsköpunartogurum, Ísborg frá Ísafirði og Svalbak frá Akureyri, var afturmastur lækkað talsvert, þó sýnu meira á Akureyrartogaranum.“

Tímabil1950-1960
LjósmyndariJón Páll Halldórsson
GefandiJón Páll Halldórsson
Senda safninu upplýsingar um myndina