Northern Isles strandar við Durban 1945

Upprunanúmer | JPH0013 |
---|---|
Lýsing | Fjórir menn á strönd horfa á strandað skip. |
Athugasemdir | Birgir Þórisson 19/5 2020: Togarinn NORTHERN ISLES var eitt 15 systurskipa sem voru smíðuð í Þýskalandi fyrir Unilever auðhringinn. Þeirri sögu var haldið á lofti að þeir hafi verið borgaðir með sápu í vöruskiptum, og fyrir vikið voru þeir kallaðir „sáputogararnir“. (Sannleikurinn var þó annar. Auðhringurinn græddi vel á „efnahagsundri“ Hitlers, en vegna gjaldeyrishafta var ekki hægt að flytja gróðann úr landi. Þá duttu þeir niður á það snjallræði að láta smíða skip í Þýskalandi sem þeir fluttu til Bretlands.) Þetta voru stærstu togarar Breta í seinna stríði og reyndust öflug til kafbátaveiða. Undir lok stríðsins var NORTHEN ISLES staðsett í Suður Afríku og þar strandaði skipið við Durban 19. janúar 1945 og eyðilagðist. Þessi mynd og aðrar sáputogaramyndir úr myndasafni Jóns Páls Halldórssonar (t.d. JPH0014) eru teknar af opinberum stríðsljósmyndurum Breta og eru aðgengilegar á vef Imperial War Museum https://www.iwm.org.uk/collections/ |
Tímabil | 1945-1945 |
Ljósmyndari | Óþekktur |
Gefandi | Jón Páll Halldórsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |