Breskur togari

Upprunanúmer | sh739 |
---|---|
Lýsing | GY 346 |
Athugasemdir | Birgir Þórisson: „Togarinn Burfell frá Grimsby, eign Consolidated Fisheries, (Consols), sem var stærsta útgerðarfyrirtæki Bretlands. Skipið var smíðað í stríðinu fyrir breska flotann en seldur til Grimsby eftir stríð. Consols nefndi mörg skipa sinna eftir íslenskum og norskum örnefnum, en eftir stríð voru flestir togarar þeirra nefndir eftir enskum fótboltaliðum.“ Birgir Þórisson: „Burfell GY 346 frá Grimsby. Eitt 8 systurskipa sem voru smíðuð fyrir breska flotans í síðari heimstyrjöld. Þau voru nefnd eftir fiska tegundum og því þekkt sem „Fish-Class“. Eftir stríð keypti stórútgerðin Consolidated Fisheries í Grimsby 7 þeirra, skráði 4 í Swansea og nefndi þau eftir velskum kastölum en hin 3 í Grimsby og nefndi eftir íslenskum fjöllum. (Valafell, Blaefell og Burfell). Burfell hét upphaflega „Whiting“. Þetta voru lítil skip á mælikvarða eftirstríðsáranna, 390 tonn, kolakynt og þóttu afleit sjóskip. Burfell var samt gert út til 1960, þegar það var selt til niðurrifs í Belgíu.“ |
Tímabil | |
Ljósmyndari | Sigurgeir B. Halldórsson |
Gefandi | Afkomendur SBH |
Senda safninu upplýsingar um myndina |