Góðtemplarahúsið í Templaragötu á Ísafirði

Upprunanúmer1966_7F
LýsingTemplarahúsið í Templaragötu (Hrannargata 5). Árið 1905 byggðu templarar glæsilegt samkomuhús við Templaragötu, teiknað og byggt af Ragúel Á. Bjarnasyni húsasmið. Brynjólfur Jóhannesson leikari, sem steig þarna sín fyrstu spor á leiksviði, sagði um húsið: „Templarar komu sér upp ágætu leikhúsi, líklega einhverju því bezta á landinu þá; þetta var hús á stærð við Iðnaðarmannahúsið í Reykjavík, nema með stærra sviði, og þar voru ágæt búningsherbergi fyrir leikarana. Mér þótti viðbrigði síðar meir að koma þaðan í moldarkjallarann í Iðnó.“ (Morgunblaðið 16. ágúst 1986, 15). Húsið varð eldi að bráð tæpum aldarfjórðungi síðar. Það var þá komið í eigu Helga Guðbjartssonar og Matthíasar Sveinssonar sem ráku þar kvikmyndahús auk þess sem Leikfélag Ísafjarðar hafði þar aðstöðu. Góðtemplarar höfðu hins vegar flutt sig yfir í Steypuhúsagötu þar sem þeir höfðu keypt reisulegt steinhús sem gekk undir nafninu Hebron (Sólgata 9). Það var upp úr hádegi miðvikudaginn 23. apríl 1930 sem elds varð vart í Bíóhúsinu, eins og Templarahúsið var þá kallað. Kveiknaði eldurinn út frá rafleiðslu og breiddist svo hratt út að röskum tveimur tímum seinna var húsið brunnið til grunna. Höfðu eigendurnir nýlega lokið við miklar endurbætur á húsinu og ætluðu að hefja kvikmyndasýningar að nýju daginn eftir, á sumardaginn fyrsta.
Athugasemdir

Myndina (kópía) gerði Jón Aðalbjörn Bjarnason fyrir 100 ára afmælissýningu Ísafjarðarkaupstaðar 1966

Tímabil1920-1930
LjósmyndariM. Simson
GefandiBSV
Senda safninu upplýsingar um myndina