Stefna
Hús þekkingar, hugmynda og afþreyingar
Bókasafnið Ísafirði er samverustaður fyrir alla bæjarbúa. Gildi bókasafnsins eru heiðarleiki og heilindi, jákvætt viðmót, notendastýrt bókasafn, öryggi og vellíðan. Bókasafn Ísafjarðar er hluti af menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032 og er stefna safnsins mótuð með hana að leiðarljósi.
Í fámennari samfélögum skiptir hver einstaklingur máli og fær því auðveldlega tækifæri og stuðning til að framkvæma hugmyndir sínar. Í þessu felst sérstaða svæðisins.
Úr menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2023
Framtíðarsýn Bókasafnsins er í fjórum liðum:
Sýnilegt bókasafn með því að vera staðsett miðsvæðis, með opna þjónustu og gott aðgengi.
Bókasafnið fyrir alla með því að leggja áherslu á bókmenntir, menningu og aðgang að upplýsingum fyrir alla hópa í samfélaginu, samhliða því að bjóða upp á nýjungar tengdar þeim.
Bókasafnið sé hlýlegur og öruggur staður með því að bjóða upp á góða aðstöðu og kynna fyrir íbúum hugmyndir um þátttöku þeirra í viðburðum safnsins. Að einstaklingar og hópar upplifi sig velkomna og örugga.
Sjálfbærni í fyrirrúmi með því að taka mið af endurnýtingu og vistvænum leiðum þegar breytingar verða gerðar á húsnæði og starfsemi. Sjálfbærni er rauður þráður í þessum fjórum stefnuliðum, umhverfislega og útfrá þeirri áherslu að dagskrá safnsins endurspegli áhuga og þátttöku notenda. Grænu skrefin eru að mestu innleidd.
Stefnuna í heild sinni má sjá hér.
Starf safnsins er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en gildi bókasafna er hluti þeirra.