Nýjustu fréttir

troll

Tröll segja sögur

8. apríl 2025 - Nokkur hress tröll hafa boðað komu sína á Bókasafnið til þess að lesa tröllasögur fyrir börn. Loksins þora þau að heimsækja okkur því nú eru bara hlerar fyrir gluggunum og þá er lítil hætta á að sólin skíni inn og þau breytist í stein...Það verður svo sannarlega líf og fjör á Bókasafninu.

Lesa meira
Tungumálaskipti

Tungumálaskipti / Tandem language

4. apríl 2025 - Langar þig að æfa þig í íslensku, spænsku, frönsku eða einhverju öðru máli? Ertu til í að bjóða þitt mál á móti fyrir æfinguna? Ertu til í tungumálaskipti? Ef þú vilt frekari upplýsingar komdu þá á Bókasafnið Ísafirði föstudaginn 4.4. klukkan 16:45 og kynntu þér málið betur. Á föstudaginn er aðalfókusinn á spænsku og frönsku en við viljum skoða öll málin.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Breytingar á gjaldskrá Bókasafnsins

Ákveðið hefur verið að taka upp árgjöld af bókasafnsskírteinum árið 2022, gjaldið er 2.000 kr. Skírteini barna (0-18 ára), eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja eru hins vegar án endurgjalds. Þá hækkar gjald vegna millisafnalána úr 700 kr. í 1.000 kr. vegna kostnaðar við þjónustuna en gjald vegna bókapantana, sem var 200 kr., fellur niður.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bókasafnið Ísafirði í Grænum skrefum.

Bókasafnið Ísafirði náði inn fyrsta skrefinu í Grænum skrefum nú á dögum. Eftir okkar bestu upplýsingum erum við fyrsta stofnunin í Ísafjarðarbæ til að ná þessari viðurkenningu. Við erum stolt af árangrinum og munum halda áfram að sinna verkefninu af elju. Við hvetjum alla til að huga að umhverfismálum, við getum öll gert eitthvað og það verður gaman að fylgjast með fleiri stofnunum taka þátt í Grænum skrefum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Þekking, hugmyndir og afþreying

Edda Björg forstöðukona Bóksafnsins Ísafirði var í viðtali hjá Morgunblaðinu í október. ,,Fólk kemur á bókasafn án kvaða um að kaupa eitthvað. Getur verið þar við vinnu eða nám, notið þess að kíkja í blöðin með kaffibolla eða fylgst með viðburðum."

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bókaspjall

Bókaspjall verður haldið Laugardaginn 13.11.21 kl 14:00. Ylfa Mist Helgadóttir mun segja frá bókum og Guðfinna Heiðarsdóttir segir frá Ársriti Sögufélags Ísfirðinga. Grímuskilda er á viðburðinn og fólk er beðið um að huga að persónulegum sóttvörnum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Veturnætur á Bókasafninu Ísafirði.

Í tilefni Veturnátta mun Bókasafnið Ísafirði bjóða upp á skemmtilega dagsskrá. Mánudaginn 18.10.21. kl 17:00 mun Aðalheiður Jóhannsdóttir koma og bjóða upp á jóga. Dýnur eru á staðnum en fólk er velkomið að koma með eigin. Fimmtudaginn 21.10.21 kl 17:00 mun Einar Mikael koma og sýna ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar. Verjum tíma saman á Vetrarnóttum.

Lesa meira