troll

Tröll segja sögur

8. apríl 2025 - Nokkur hress tröll hafa boðað komu sína á Bókasafnið til þess að lesa tröllasögur fyrir börn. Loksins þora þau að heimsækja okkur því nú eru bara hlerar fyrir gluggunum og þá er lítil hætta á að sólin skíni inn og þau breytist í stein...Það verður svo sannarlega líf og fjör á Bókasafninu.

Viðburðurinn hentar vel börnum á yngsta stigi grunnskóla en börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin – ef þau þora!

—————————————————

Tröllaheimsóknin er hluti af Púkanum – barnamenningarhátíð og er haldinn í samstarfi við Litla leikklúbbinn.

Velja mynd