Lýsitexta vantar með mynd.

Langar þig að hitta Ævar?

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Ævar Þór Benediktsson í Bókasafninu milli kl 14 og 15 og þá verður tækifæri til að spjalla við hann. Ævar gaf á dögunum út þriðju bókina í Þín eigin-bókaflokknum og heitir sú nýjasta Þín eigin hrollvekja.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Fólk á fjöllum

Laugardaginn 26. nóvember mætir til leiks Reynir Traustason til að kynna og lesa upp úr bók sinni Fólk á fjöllum: ævintýri í óbyggðum. Sex manns sem eiga sameiginlegt að vera náttúrubörn og útivistarfólk segja sögu sína í bókinni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bangsadagurinn

Á Bókasafninu Ísafirði hefur Bangsadagurinn verið hátíðardagur allt frá árinu 1998 þegar við héldum fyrst upp á þennan skemmtilega dag. Í ár verður að sjálfsögðu engin breyting á því.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sögustund á pólsku

Fyrsta pólska sögustund þetta haustið er 24. september kl 13.30. Iwona Maria Samson, leikskólakennari, les sögur fyrir yngstu börnin og vonumst við til að sjá sem flest pólskumælandi börn og foreldra þeirra.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bókaspjall

Laugardaginn 6. febrúar kl 14:00 verðum við með fyrsta bókaspjall ársins. Er það jafnframt það sjöunda í röðinni og verðum við að vanda með tvo góða gesti. Von er á léttri og skemmtilegri dagskrá.

Lesa meira