Bókaspjall
Laugardaginn 6. febrúar kl 14:00 verðum við með fyrsta bókaspjall ársins. Er það jafnframt það sjöunda í röðinni og verðum við að vanda með tvo góða gesti. Von er á léttri og skemmtilegri dagskrá.
Laugardaginn 6. febrúar kl 14:00 verður fyrsta bókaspjall ársins. Er það jafnframt það sjöunda í röðinni og fáum við að vanda til okkar tvo góða gesti. Von er á léttri og skemmtilegri dagskrá.
Fyrra erindið er að þessu sinni í höndum Elísabetar Gunnarsdóttur, arkitekts. Hún mun segja okkur frá nokkrum bókum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni.
Gestur seinna erindisins er Eiríkur Örn Nordahl. Mun hann fjalla um og lesa upp úr skáldsögu sinni Heimsku, sem kom út á síðasta ári og er fimmta skáldaga höfundarins. Eirík Örn þarf vart að kynna en hann er einnig þekktur sem ljóðskáld og hefur fengist við þýðingar.
Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.
Vonumst til að sjá sem flesta!