Þjónusta
Bókasafnið Ísafirði er með útlán á bókum, tímaritum, myndefni o.fl. og þjónar Ísafjarðarbæ, þ.e. Flateyri, Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri og dreifbýlin í kring. Bókasafnsskírteini Bókasafnsins Ísafirði veitir einnig aðgang að Rafbókasafninu. Efni sem er ekki til á Bókasafninu Ísafirði er hægt að útvega með millisafnaláni.
Á bókasafninu er staðið er fyrir reglulegu klúbba- og hópastarfi. Þar að auki er aðstaða fyrir ýmsa utanaðkomandi hópa til þess að koma saman.