Klúbba- og hópastarf
Á Bókasafninu á Ísafirði er staðið er fyrir reglulegu klúbba- og hópastarfi. Þar að auki er aðstaða fyrir ýmsa utanaðkomandi hópa til þess að koma saman. Hópar hittast gjarnan á löngum mánudegi en annan mánudag hvers mánaðar er safnið opið til klukkan 21:00. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og/eða til þess að bóka aðstöðuna.
Bókasafnið stendur fyrir eftirfarandi hópastarfi:
Bókaklúbbur
Bókaklúbbur Bókasafnsins á Ísafirði hittist á löngum mánudegi og ræðir um bók mánaðarins. Fjölbreytt úrval bóka er tekið fyrir af bókaklúbbnum og er öllum frjálst að taka þátt. Nánari upplýsingar um bókaklúbbinn og bók hvers mánaðar má finna á Facebook-síðu bókaklúbbsins.
Fjölmenningarverkefni
Bókasafnsins á Ísafirði tekur þátt í fjölmenningarverkefnum. Viðburðir þeim tengdum eru auglýstir sérstaklega á heimasíðunni og Facebook-síðu Bókasafnsins.
Foreldramorgnar
Foreldramorgnar eru viðburðir sérstaklega ætlaðir foreldrum ungra barna, haldnir á tveggja-þriggja vikna fresti. Boðið er upp á fræðsluerindi um hin ýmsu mál er viðkoma foreldrahlutverkinu, börnum og barnauppeldi. Foreldramorgnar eru notalegur vettvangur fyrir foreldra til þess að hittast og eru börnin að sjálfsögðu velkomin. Nánari upplýsingar um dagskrá foreldramorgna má finna á Facebook.