Útlán
Bókasafnið á Ísafirði þjónar Ísafjarðarbæ, þ.e. Flateyri, Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri og dreifbýlin í kring. Þar að auki er Bókasafnið í samstarfi við Blábankann samfélagssmiðstöð á Þingeyri um útlán til skóla og einstaklinga á svæðinu.
Safnkostur Bókasafnsins er valinn með tilliti til fjölbreytni og gæða, með hliðsjón af notendahóp safnsins. Lögð er áhersla á að á safninu sé gott úrval af íslensku efni, bókum og tímaritum. Á Bókasafninu er hægt að fá eftirfarandi lánað:
Skáldrit, aðallega á íslensku en einnig á ensku, pólsku og fleiri tungumálum.
Fræðirit á íslensku og ensku.
Hljóðbækur.
Kvikmyndir, fræðslu- og barnamynddiskar.
Tímarit.
Tungumálanámskeið.
Rafbókasafnið
Útlánareglur
Lánþegi þarf að eiga gilt bókasafnsskírteini til þess að fá gögn lánuð hjá safninu. Greiða þarf árgjald samkvæmt gjaldskrá.
Börn undir 18 ára fá ókeypis skírteini og þurfa ekki að endurnýja það árlega. Einungis er leyfilegt að fá gögn úr barna- og unglingadeild lánuð á barnaskírteini. Fullorðnum er óheimilt að nýta barnaskírteini. Útlán til barna er ávallt á ábyrgð forsjáraðila.
Eldri borgarar (67+) og öryrkjar greiða ekki árgjald en skírteinið ber að endurnýja ár hvert.
Ekki er nauðsynlegt að framvísa skírteini við útlán heldur nægir að gefa upp kennitölu. Unnið er að því að bjóða upp á rafræn skírteini.
Hægt er að fá nýtt skírteini í stað glataðs gegn vægu gjaldi (sjá gjaldskrá).
Lánþegar/forsjáraðilar bera ábyrgð á þeim gögnum sem lánuð eru út á eigin skírteini og/eða skírteini barna.
Lánþegum stendur til boða að fá gögn frá bókasöfnum landsins í gegnum millisafnalán. Greiða þarf fyrir millisafnalán skv. gjaldskrá.
Útlán og skil
Útlánstími á bókum, hljóðbókum og tímaritum er almennt 30 dagar nema annað komi fram.
Útlánstími kvikmynda og fræðslumynda er 7 dagar.
Sé gögnum ekki skilað á réttum tíma þarf að greiða sekt.
Hægt er að framlengja lán á leitir.is eða með því að hafa samband.
Efni sem er til á safninu en er í útláni er hægt að panta. Við höfum samband um leið og pantað efni kemur í hús.