Millisafnalán

Efni sem er ekki til á Bókasafninu Ísafirði er hægt að útvega með millisafnaláni. Fyrir þessa þjónustu þarf að borga fyrir hvert eintak sem pantað er frá öðru bókasafni samkvæmt gjaldskrá.

Til að geta nýtt þessa þjónustu þarf að eiga bókasafnsskírteini hjá safninu. Til að panta efni: sendu tölvupóst á bokasafn@isafjordur.is, hafðu samband í síma 450-8220 eða komdu við á opnunartíma safns. Gott er að hafa við hendina upplýsingar um höfund, titil og útgáfuár þegar beðið er um millisafnalán.