Rafbókasafnið

Lánþegar Bókasafns Ísafjarðar hafa aðgang að Rafbókasafninu. Safnið geymir mikið úrval raf- og hljóðbóka af fjölbreyttum toga. Hægt er að skrá sig inn með skírteini lánþega og lykilorði. Athugið að um er að ræða sama lykilorð og notað er til þess að skrá sig inn á leitir.is, ekki PIN-númerið í sjálfsafgreiðsluvélina.

Skráning í gegnum "appið" Libby

  1. Notendur geta skráð sig inn á Rafbókasafnið í gegnum Libby-appið í snjalltækjum. Appið þarf að sækja sérstaklega í Play Store (Android) eða App Store (Apple).

  2. Til þess að skrá sig inn þarf að stimpla inn strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu sínu og lykilorð. Númerið er undir strikamerkinu og byrjar yfirleitt á IL. Lykilorðið er það sama og notað er inn á leitir.is.

  3. Þegar búið er að hlaða appinu niður þarf að velja Rafbókasafnið og svo Bókasafnið Ísafirði undir "choose a location". Þá þarf að skrá sig inn með númeri skírteinis og lykilorðinu.

  4. Appið opnast svo á forsíðu Rafbókasafnsins.

  5. Til að taka bók að láni þarf að smella á bókina, og svo á "borrow".

Skráning á vefnum

Þegar notandi skráir sig inn á Rafbókasafnið þarf að velja "Innskráning", stimpla inn strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu sínu og lykilorð. Númerið er undir strikamerkinu og byrjar yfirleitt á IL. Lykilorðið er það sama og notað er á leitir.is.

Útlánatími og fjöldi bóka

Hverja bók má hafa að láni í 7, 14 eða 21 dag. Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr. Ef enginn er að bíða eftir að bókin losni getur þú framlengt lánstímann, sá möguleiki opnast 72 klukkustundum áður en bókinni er skilað sjálfkrafa.

Þú getur haft 10 bækur að láni í einu og sett inn 15 frátektir.

Lesbretti

Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið. Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle. Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle eða Storytel lesbrettum.

Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.

Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Nánari upplýsingar

Ítarlegri leiðbeiningar um skráningu má finna á vef Borgarbókasafns.

Upplýsingar um Rafbókasafnið má fá á Bókasafninu, í síma 450-8220 eða í gegnum tölvupóst á bokalan@isafjordur.is.