
Uppskeruhátíð Sumarlesturs
Nú er sumarlestrinum lokið og ætlum við að sjálfsögðu ekki að víkja frá þeirri góðu hefð okkar að bjóða til uppskeruhátíðar.
Nú er sumarlestrinum lokið og ætlum við að sjálfsögðu ekki að víkja frá þeirri góðu hefð okkar að bjóða til uppskeruhátíðar. Öllum börnum sem hafa tekið þátt og skilað miðum í pottinn er boðið á uppskeruhátíðina sem fer fram föstudaginn 2. september og hefst kl. 16:00.
Allir krakkar sem hafa tekið þátt fá viðurkenningaskjal og lítinn glaðning. Við drögum út nöfn nokkurra þátttakenda úr lukkupottinum og að vanda eru bækur í verðlaun. Viljum taka það fram að aðeins þeir sem mæta á hátíðina eiga möguleika á bókavinning, en allir fá glaðning og viðurkenningaskjal.
Verið kærlega velkomin.
Hlökkum til að sjá ykkur!