
Bangsadagurinn
Á Bókasafninu Ísafirði hefur Bangsadagurinn verið hátíðardagur allt frá árinu 1998 þegar við héldum fyrst upp á þennan skemmtilega dag. Í ár verður að sjálfsögðu engin breyting á því.
Á Bókasafninu Ísafirði hefur Bangsadagurinn verið hátíðardagur allt frá árinu 1998 þegar við héldum fyrst upp á þennan skemmtilega dag. Í ár verður að sjálfsögðu engin breyting á því. Bangsadagurinn verður haldinn fimmtudaginn 27. október og hefst dagskráin okkar kl. 15:00. Bangsasögustundin verður á sínum stað og við verðum með bangsamyndir til að lita. Ekki má gleyma bangsagetrauninni, en þrír heppnir þátttakendur fá bangsa í verðlaun.
Viljum fá sem flesta krakka á bókasafninu og munið að taka bangsana ykkar með!
Verið velkomin.