
Langar þig að hitta Ævar?
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Ævar Þór Benediktsson í Bókasafninu milli kl 14 og 15 og þá verður tækifæri til að spjalla við hann. Ævar gaf á dögunum út þriðju bókina í Þín eigin-bókaflokknum og heitir sú nýjasta Þín eigin hrollvekja.
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Ævar Þór Benediktsson í Bókasafninu milli kl 14 og 15 og þá verður tækifæri til að spjalla við hann. Ævar gaf á dögunum út þriðju bókina í Þín eigin-bókaflokknum og heitir sú nýjasta Þín eigin hrollvekja.
Við þekkjum auðvitað Ævar úr sjónvarpsþáttunum um Ævar vísindamann, en Ævar er einnig leikari, hann hefur komið að útvarpsþáttagerð og skrifað innslög fyrir Stundina okkar. Ævar hefur fengið fjölmargar viðurkenningar og tvisvar hefur hann staðið fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns. Vorið 2015 var Þín eigin þjóðsaga valin besta íslenska barnabókin af íslenskum börnum.
Við hvetjum áhugasama á öllum aldri til að koma og hitta Ævar!