![](/datab_myndir/Gjalskraloka.jpeg)
Breytingar á gjaldskrá Bókasafnsins
Ákveðið hefur verið að taka upp árgjöld af bókasafnsskírteinum árið 2022, gjaldið er 2.000 kr. Skírteini barna (0-18 ára), eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja eru hins vegar án endurgjalds. Þá hækkar gjald vegna millisafnalána úr 700 kr. í 1.000 kr. vegna kostnaðar við þjónustuna en gjald vegna bókapantana, sem var 200 kr., fellur niður.
Kæru gestir! Ákveðið hefur verið að taka upp árgjöld af bókasafnsskírteinum árið 2022, gjaldið er 2.000 kr. Skírteini barna (0-18 ára), eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja eru hins vegar án endurgjalds.
Þá hækkar gjald vegna millisafnalána úr 700 kr. í 1.000 kr. vegna kostnaðar við þjónustuna en gjald vegna bókapantana, sem var 200 kr., fellur niður.
Við hvetjum ykkur til að heimsækja okkur sem oftast í Safnahúsið á Eyrartúni og njóta þeirrar þjónustu sem þar er í boði fyrir alla aldurshópa í einstöku og hlýlegu umhverfi. Hlökkum til að sjá ykkur!