Bókasafnið Ísafirði í Grænum skrefum.

Bókasafnið Ísafirði náði inn fyrsta skrefinu í Grænum skrefum nú á dögum. Eftir okkar bestu upplýsingum erum við fyrsta stofnunin í Ísafjarðarbæ til að ná þessari viðurkenningu. Við erum stolt af árangrinum og munum halda áfram að sinna verkefninu af elju. Við hvetjum alla til að huga að umhverfismálum, við getum öll gert eitthvað og það verður gaman að fylgjast með fleiri stofnunum taka þátt í Grænum skrefum.

Grænu skrefin er verkefni sem stuðlar að jákvæðri þróun í umhverfismálum. Markmið verkefnissins er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla umhverfisvitund starfsmanna. Það getur dregið úr rekstarkostnaði, aukið vellíðan og bætt starfsumhverfi starfsmanna. Verkefninu er skipt í fjögur skref og hvert skref inniheldur 20-40 aðgerðir. Allar aðgerðir eiga að draga úr neikvæðum áhrifum sem stofnun getur haft á umhverfið.


 

 

Velja mynd